Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 11:35 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér kyrrstöðu. Aðgerðir Samfylkingarinnar fjölgi störum, styrki innviði og græna nýsköpun. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45
Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00