Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 22:26 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“ Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01
Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56
Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20