Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2020 21:23 Frá Vestmannaeyjaflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem hófst síðdegis og lauk um kvöldmatarleytið. Bæjarmiðlarnir Eyjar.net, Tígull og Eyjafréttir greina allir frá málinu í kvöld. Fram kemur að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, hafi undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli. Starfsmönnunum var sagt upp eftir að Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja um mánaðamótin ágúst-september. „Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors,“ segir í fundargerðinni. Ennfremur er greint frá viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð, meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja haustið 2001. Innanlandsflug félagsins er núna rekið undir markaðsheitinu Air Iceland Connect.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur,“ segir í fundargerðinni. „Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.“ Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem hófst síðdegis og lauk um kvöldmatarleytið. Bæjarmiðlarnir Eyjar.net, Tígull og Eyjafréttir greina allir frá málinu í kvöld. Fram kemur að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, hafi undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli. Starfsmönnunum var sagt upp eftir að Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja um mánaðamótin ágúst-september. „Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors,“ segir í fundargerðinni. Ennfremur er greint frá viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð, meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Flugfélag Íslands hætti flugi til Vestmannaeyja haustið 2001. Innanlandsflug félagsins er núna rekið undir markaðsheitinu Air Iceland Connect.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur,“ segir í fundargerðinni. „Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.“
Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent