Bara lífsstíll? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2020 19:30 Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landbúnaður Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun