Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2020 18:45 Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48