Sáu enga liðsheild eða liðsanda hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 16:37 KR hefur tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/hulda margrét KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45