Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:01 Hlín Eiríksdóttir í baráttunni við Blikastúlkuna Heiðdísi Lillýardóttur í leiknum á laugardaginn en Elín Metta Jensen fylgist með úr fjarlægð. Vísir/Hulda Margrét Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira