Verulegar efasemdir um lögmæti smitrakningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 10:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur sóttvarnayfirvöld mögulega hafa gengið of langt. „Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira