Sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:55 Laugardalslaug Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent