Eyðslan í ensku úrvalsdeildinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. október 2020 08:02 Í fyrradag var félagsskiptaglugga ensku úrvalsdeildarinnar lokað með hvelli og sitja missáttir knattspyrnustjórar og áhangendur uppi með núverandi leikmannahóp. Margir voru skiljanlega forvitnir að sjá hvaða áhrif COVID-19 hremmingarnar kæmu til með að hafa og verður að segjast að þau voru afar áhugaverð. Knattspyrnuhreyfingin hefur aldrei orðið fyrir viðlíka áfalli hvað rekstrarumhverfi varðar, ef frá eru taldar heimsstyrjaldir síðustu aldar. Alls staðar hafa tekjur hrapað eða eru í það minnsta í uppnámi næsta kastið. Miðasala hefur fuðrað upp, minna er að sækja til auglýsenda og sjónvarpsstöðvar krefjast endurgreiðslu eða bóta. Allir sigla þennan brotsjó saman en á meðan sumir, svo sem lið í neðri deildum Englands, í Skotlandi og hér á landi, keppast við að ausa úr árabátunum virðist sem ensku úrvalsdeildarliðin stími framhjá á lystisnekkju. Þar virðist engin hætta á að drukkna í öðru en kampavíni og endurspeglaðist það í eyðslu félaganna nú í haust. Vissulega var fjárhagsstaða þessara tilteknu liða ólíkt betri en flestra, fyrir faraldurinn. Ef frá eru taldir Íslendingavinirnir í West Ham þurfti ekki að grípa til örþrifaráða til að bjarga liðunum fá gjaldfalli þegar óvissan var sem mest í vor en tekjufallið var þó gríðarlegt og verður það einnig nú í vetur. Yfirgnæfandi líkur eru á að öll verði liðin rekin með umtalsverðu tapi og ætla mætti að versnandi horfur yrðu til þess að liðin héldu að sér höndum hvað kaup á leikmönnum varðar en önnur hefur raunin nú aldeilis verið. Í heildina vörðu félögin 20 hátt í 900 milljónum punda til kaupa á leikmönnum umfram það sem þau fengu fyrir sölu þeirra og hefur sú fjárhæð einungis einu sinni verið hærri, en það var árið 2018. Til samanburðar má nefna að samanlagðar heildartekjur allra félaganna í deildinni fyrir neðan voru um 800 milljónir punda á meðan allt lék í lyndi. Gæðunum er þó misskipt milli liða deildarinnar. Tóku sex þeirra upp veskið fyrir innan við 10 milljónir punda þetta skiptið og raunar þénaði West Ham um 9 milljónir punda á sölu leikmanna umfram leikmannakaup. Hjá nágrönnum Hamranna á Stamford Bridge í London er þó nóg til og var vel ríflega 200 milljónum punda bætt við leikmannahóp Chelsea, sem reyndar má segja að hafi átt nokkuð inni vegna eldra félagsskiptabanns. En hvernig gengur þetta samt upp? Segja má að líkt og hið opinbera hér heima hyggist í það minnsta sum félaganna kaupa sig út úr kreppunni. Svigrúmið til skuldsetningar er misjafnt en almennt virðist það þó nokkuð gott. Hvað Chelsea varðar má vel færa rök fyrir því að rekstur félagsins, þegar kreppunni lýkur, ráði við afborganir þeirra lána sem nú þarf óhjákvæmilega að taka. Hugsanlega verður einfaldlega bætt við skuldsetningu gagnvart eigandanum, ólígarkanum Abramovic, en það skildi þó aldrei verða að sú ákvörðun að vaða af fullum krafti inn á leikmannamarkaðinn nú í miðri plágu geti reynst arðbær? Samkeppni um þá fjármuni sem í boði eru meðal helstu knattspyrnuliða er að miklu leyti keppni um að ná árangri í Meistaradeild Evrópu. Með þátttöku og framgangi þar á bæ má sækja heilmikla fjármuni, án teljandi útgjaldaaukningar, byggja upp alþjóðlega ímynd og heimta hærri greiðslur fyrir auglýsingar. Með því að freista þess að styrkja leikmannahópinn á sama tíma og samkeppnin heldur að sér höndum getur verið hægt að kaupa sér árangur sem skilað getur hagnaði til lengri tíma litið. Þó svo Chelsea hafi selst hvað dýpst í vasa félagsins hafa þó fleiri fengið þessa sömu hugmynd. Stór félög víða um Evrópu hafa, þrátt fyrir slæmar rekstrarhorfur, kosið að styrkja leikmannahópa sína og vona að ástandið lagist áður en að þynnkunni kemur. Hvernig svo sem við kjósum að líta skuldsetningarmöguleika einstakra félaga og möguleg sóknarfæri í leikjafræðilegu tilliti hlýtur það að teljast hreint makalaust að á þeim tíma sem óttast er um framtíð knattspyrnuliða nær hvert sem litið er hafi ensk úrvalsdeildarfélög verið hársbreidd frá því að setja met í leikmannakaupum. Það býður upp á hættu á sjálfsmörkum sem ekki hefur sést þar í deild síðan Frank Sinclair var og hét. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Enski boltinn Bretland England Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag var félagsskiptaglugga ensku úrvalsdeildarinnar lokað með hvelli og sitja missáttir knattspyrnustjórar og áhangendur uppi með núverandi leikmannahóp. Margir voru skiljanlega forvitnir að sjá hvaða áhrif COVID-19 hremmingarnar kæmu til með að hafa og verður að segjast að þau voru afar áhugaverð. Knattspyrnuhreyfingin hefur aldrei orðið fyrir viðlíka áfalli hvað rekstrarumhverfi varðar, ef frá eru taldar heimsstyrjaldir síðustu aldar. Alls staðar hafa tekjur hrapað eða eru í það minnsta í uppnámi næsta kastið. Miðasala hefur fuðrað upp, minna er að sækja til auglýsenda og sjónvarpsstöðvar krefjast endurgreiðslu eða bóta. Allir sigla þennan brotsjó saman en á meðan sumir, svo sem lið í neðri deildum Englands, í Skotlandi og hér á landi, keppast við að ausa úr árabátunum virðist sem ensku úrvalsdeildarliðin stími framhjá á lystisnekkju. Þar virðist engin hætta á að drukkna í öðru en kampavíni og endurspeglaðist það í eyðslu félaganna nú í haust. Vissulega var fjárhagsstaða þessara tilteknu liða ólíkt betri en flestra, fyrir faraldurinn. Ef frá eru taldir Íslendingavinirnir í West Ham þurfti ekki að grípa til örþrifaráða til að bjarga liðunum fá gjaldfalli þegar óvissan var sem mest í vor en tekjufallið var þó gríðarlegt og verður það einnig nú í vetur. Yfirgnæfandi líkur eru á að öll verði liðin rekin með umtalsverðu tapi og ætla mætti að versnandi horfur yrðu til þess að liðin héldu að sér höndum hvað kaup á leikmönnum varðar en önnur hefur raunin nú aldeilis verið. Í heildina vörðu félögin 20 hátt í 900 milljónum punda til kaupa á leikmönnum umfram það sem þau fengu fyrir sölu þeirra og hefur sú fjárhæð einungis einu sinni verið hærri, en það var árið 2018. Til samanburðar má nefna að samanlagðar heildartekjur allra félaganna í deildinni fyrir neðan voru um 800 milljónir punda á meðan allt lék í lyndi. Gæðunum er þó misskipt milli liða deildarinnar. Tóku sex þeirra upp veskið fyrir innan við 10 milljónir punda þetta skiptið og raunar þénaði West Ham um 9 milljónir punda á sölu leikmanna umfram leikmannakaup. Hjá nágrönnum Hamranna á Stamford Bridge í London er þó nóg til og var vel ríflega 200 milljónum punda bætt við leikmannahóp Chelsea, sem reyndar má segja að hafi átt nokkuð inni vegna eldra félagsskiptabanns. En hvernig gengur þetta samt upp? Segja má að líkt og hið opinbera hér heima hyggist í það minnsta sum félaganna kaupa sig út úr kreppunni. Svigrúmið til skuldsetningar er misjafnt en almennt virðist það þó nokkuð gott. Hvað Chelsea varðar má vel færa rök fyrir því að rekstur félagsins, þegar kreppunni lýkur, ráði við afborganir þeirra lána sem nú þarf óhjákvæmilega að taka. Hugsanlega verður einfaldlega bætt við skuldsetningu gagnvart eigandanum, ólígarkanum Abramovic, en það skildi þó aldrei verða að sú ákvörðun að vaða af fullum krafti inn á leikmannamarkaðinn nú í miðri plágu geti reynst arðbær? Samkeppni um þá fjármuni sem í boði eru meðal helstu knattspyrnuliða er að miklu leyti keppni um að ná árangri í Meistaradeild Evrópu. Með þátttöku og framgangi þar á bæ má sækja heilmikla fjármuni, án teljandi útgjaldaaukningar, byggja upp alþjóðlega ímynd og heimta hærri greiðslur fyrir auglýsingar. Með því að freista þess að styrkja leikmannahópinn á sama tíma og samkeppnin heldur að sér höndum getur verið hægt að kaupa sér árangur sem skilað getur hagnaði til lengri tíma litið. Þó svo Chelsea hafi selst hvað dýpst í vasa félagsins hafa þó fleiri fengið þessa sömu hugmynd. Stór félög víða um Evrópu hafa, þrátt fyrir slæmar rekstrarhorfur, kosið að styrkja leikmannahópa sína og vona að ástandið lagist áður en að þynnkunni kemur. Hvernig svo sem við kjósum að líta skuldsetningarmöguleika einstakra félaga og möguleg sóknarfæri í leikjafræðilegu tilliti hlýtur það að teljast hreint makalaust að á þeim tíma sem óttast er um framtíð knattspyrnuliða nær hvert sem litið er hafi ensk úrvalsdeildarfélög verið hársbreidd frá því að setja met í leikmannakaupum. Það býður upp á hættu á sjálfsmörkum sem ekki hefur sést þar í deild síðan Frank Sinclair var og hét. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun