Lífið

Fyrsta stiklan frumsýnd: Borat snýr aftur til Bandaríkjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Borat kominn í nýjan búning. 
Borat kominn í nýjan búning. 

Háðfuglinn Sacha Baron Cohen snýr aftur sem Kasakinn Borat síðar í þessum mánuði. Um helgina kom út ný stikla úr kvikmyndinni Borat 2 en kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda.

Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum.

Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir.

Í stiklunni kemur í ljós að Borat ætlar sér að snúa aftur til Bandaríkjanna og tekur að þessu sinni dóttur sína með.

Hann er mjög vel þekktur í Bandaríkjunum og þarf því að fara í allskyns dulargervi til að verða ekki fyrir áreiti.

Borat lendir meðal annars í því að vera í sóttkví með tveimur mönnum vegna kórónuveirunnar og angrar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann hélt ræðu fyrir framan fjölmarga áhorfendur.

Kvikmyndin verður frumsýnd 23. október á Amazon Prime. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×