Förðunarfræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig fóru yfir sín uppáhalds augnablik á rauða dreglinum í gegnum árin, í hlaðvarpinu sínu HI Beauty. Þær ræddu bæði förðun, hár og húð stjarnanna og hér fyrir neðan má sjá myndir af augnablikum af rauða dreglinum sem eru í uppáhaldi hjá þeim. Þáttinn má einnig hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Á meðal stjarnanna sem komust á listann voru Blake Lively, Rihanna, Margot Robbie, Bella og Gigi Hadid, Nicole Kidman og Kim Kardashian.















Hægt er að fylgjast með HI Beauty á Instagram.