Bjartsýnir á bata Trump Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 22:30 Læknateymi Trump talar við fjölmiðla fyrir framan Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46