Grunnskólahald á tímum Covid Eðvarð Hilmarsson skrifar 4. október 2020 12:31 Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar