Sigmundur segir snúið út úr ræðu sinni: „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald“ Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 20:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“ Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“
Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57