Sigmundur segir snúið út úr ræðu sinni: „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald“ Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 20:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“ Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“
Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57