Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 21:24 Weinstein á leið í réttarhöld fyrr á árinu. vísir/getty Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar. Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar.
Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55
Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09
Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07