Unnur og krassasig gefa út tónlistarmyndband við listaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 16:10 Unnur og krassasig í myndbandinu. Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af Kristni Arnari Sigðurssyni, krassasig, sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. Lagið og sýningin fjalla um litlu augnablikin sem gerast inn á milli í lífinu og allt sem á sér stað á milli stóru stundanna. Þriðja verkið í seríunni Ég býð minn fram verður óvenjuleg hátíð um venjulegt líf og tvinnar saman ólík listform. Samhliða laginu kemur einnig út tónlistarmyndband sem Vísir frumsýnir hér að neðan og í því kemur fram úrvalslið listamanna; bæði leikarar, dansarar, tónlistarmenn og sviðshöfundar sem standa á bak við sýninguna. Ég býð mig fram 1 fékk tilnefningu til Grímunnar og Ég býð mig fram 2 var valin sýning ársins á Reykjavík Fringe Festival. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Reykjavíkurborg og úr sjóði atvinnuleikahópa. krassasig hefur verið að gera það gott síðan hann gaf út plötuna MMMM með hljómsveitinni og fjöllistahópnum Munstur. Nú er hann sóló undir listamannsnafninu krassasig og gerir einstaklega vandað popp. Hann hefur gefið út lögin Einn dag í einu og Þú ert eins og hún á þessu ári og hafa bæði náð miklu flugi í útvarpi og á streymisveitum. Krassasig var tilnefndur sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Unnur Elísabet starfar sem leikstjóri, danshöfundur og listrænn stjórnandi. Hún hefur unnið með Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega Sænska Ballettskólanum 2003. Nýlega útskrifaðist hún úr skólanum Institute of Arts Barcelona með Mastersgráðu í listum með áherslu á leiklist og leikstjórn. Unnur setur nú upp í þriðja sinn verðlaunasviðslistahátíðina Ég býð mig fram. Menning Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af Kristni Arnari Sigðurssyni, krassasig, sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. Lagið og sýningin fjalla um litlu augnablikin sem gerast inn á milli í lífinu og allt sem á sér stað á milli stóru stundanna. Þriðja verkið í seríunni Ég býð minn fram verður óvenjuleg hátíð um venjulegt líf og tvinnar saman ólík listform. Samhliða laginu kemur einnig út tónlistarmyndband sem Vísir frumsýnir hér að neðan og í því kemur fram úrvalslið listamanna; bæði leikarar, dansarar, tónlistarmenn og sviðshöfundar sem standa á bak við sýninguna. Ég býð mig fram 1 fékk tilnefningu til Grímunnar og Ég býð mig fram 2 var valin sýning ársins á Reykjavík Fringe Festival. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Reykjavíkurborg og úr sjóði atvinnuleikahópa. krassasig hefur verið að gera það gott síðan hann gaf út plötuna MMMM með hljómsveitinni og fjöllistahópnum Munstur. Nú er hann sóló undir listamannsnafninu krassasig og gerir einstaklega vandað popp. Hann hefur gefið út lögin Einn dag í einu og Þú ert eins og hún á þessu ári og hafa bæði náð miklu flugi í útvarpi og á streymisveitum. Krassasig var tilnefndur sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Unnur Elísabet starfar sem leikstjóri, danshöfundur og listrænn stjórnandi. Hún hefur unnið með Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur og sjálfstætt síðan hún útskrifaðist úr Konunglega Sænska Ballettskólanum 2003. Nýlega útskrifaðist hún úr skólanum Institute of Arts Barcelona með Mastersgráðu í listum með áherslu á leiklist og leikstjórn. Unnur setur nú upp í þriðja sinn verðlaunasviðslistahátíðina Ég býð mig fram.
Menning Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira