Einn starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands hefur nú greinst með Covid-19 en átta manns, sem þóttu útsettir fyrir smiti, hafa verið sendir í sóttkví vegna umrædds tilfellis.
Þeir eru þó ekki allir starfsmenn Krabbameinsfélagsins.
Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að veikindi starfsmannsins og sóttví annarra muni ekki hafa áhrif á starfsemina.