Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina á Samsung-vellinum, tilþrif Óskars Arnar og allt hitt úr Pepsi Max-deild karla í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári Pétursson fagnar Hilmari Árna Halldórssyni eftir að hann skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn FH.
Kári Pétursson fagnar Hilmari Árna Halldórssyni eftir að hann skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn FH. vísir/hulda margrét

Sex mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Um var að ræða frestaða leiki úr 14. umferð.

Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Pétur Viðarsson kom FH-ingum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnumenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

FH er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Stjarnan í því fjórða með 28 stig. Stjörnumenn eiga leik til góða á FH-inga.

Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Íslandsmeistaranna á Víkingi. Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir strax á upphafsmínútu leiksins eftir sendingu frá Óskari. Hann skoraði svo seinna mark meistaranna á 71. mínútu.

KR er í 6. sæti deildarinnar með 27 stig en Víkingur, sem hefur ekki unnið í tólf leikjum í röð, er í 10. sætinu með sextán stig.

Þá gerðu Breiðablik og KA 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli. Þetta var ellefta jafntefli KA-manna í sumar. Metið í efstu deild eru tólf jafntefli sem Blikar afrekuðu fyrir sex árum.

Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 18. mínútu eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar, markvarðar Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir Blika á 53. mínútu og þar við sat.

Breiðablik er með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. KA er í 8. sætinu með 20 stig.

Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Stjarnan 1-1 FH
Klippa: Víkingur 0-2 KR
Klippa: Breiðablik 1-1 KA

Tengdar fréttir

Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×