Sjáðu dramatíkina á Samsung-vellinum, tilþrif Óskars Arnar og allt hitt úr Pepsi Max-deild karla í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 12:08 Kári Pétursson fagnar Hilmari Árna Halldórssyni eftir að hann skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn FH. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Um var að ræða frestaða leiki úr 14. umferð. Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Pétur Viðarsson kom FH-ingum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnumenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Stjarnan í því fjórða með 28 stig. Stjörnumenn eiga leik til góða á FH-inga. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Íslandsmeistaranna á Víkingi. Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir strax á upphafsmínútu leiksins eftir sendingu frá Óskari. Hann skoraði svo seinna mark meistaranna á 71. mínútu. KR er í 6. sæti deildarinnar með 27 stig en Víkingur, sem hefur ekki unnið í tólf leikjum í röð, er í 10. sætinu með sextán stig. Þá gerðu Breiðablik og KA 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli. Þetta var ellefta jafntefli KA-manna í sumar. Metið í efstu deild eru tólf jafntefli sem Blikar afrekuðu fyrir sex árum. Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 18. mínútu eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar, markvarðar Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir Blika á 53. mínútu og þar við sat. Breiðablik er með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. KA er í 8. sætinu með 20 stig. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stjarnan 1-1 FH Klippa: Víkingur 0-2 KR Klippa: Breiðablik 1-1 KA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30 Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. 1. október 2020 23:31 Rúnar Páll: Halli er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Stjörnunnar hældi Haraldi Björnssyni, markverði liðsins, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld. 1. október 2020 22:59 Getur ekki beðið um meira en 2-3 færi til að skora á móti liði eins og KA Leikið var í 14. umferð Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli og markaskorari Blika var svekktur í leikslok. 1. október 2020 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 1-1 | Aftur skoruðu Stjörnumenn á ögurstundu Hilmar Árni Halldórsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna með marki í uppbótartíma er FH mætti í Garðabæinn í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 1. október 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 0-2 | Víkingar án sigurs í 12 leikjum Íslandsmeistarar KR lögðu bikarmeistara Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Líkt og í fyrri leiknum fór leikurinn 2-0 fyrir KR. 1. október 2020 21:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. 1. október 2020 19:50 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Sex mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Um var að ræða frestaða leiki úr 14. umferð. Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Pétur Viðarsson kom FH-ingum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnumenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Stjarnan í því fjórða með 28 stig. Stjörnumenn eiga leik til góða á FH-inga. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Íslandsmeistaranna á Víkingi. Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir strax á upphafsmínútu leiksins eftir sendingu frá Óskari. Hann skoraði svo seinna mark meistaranna á 71. mínútu. KR er í 6. sæti deildarinnar með 27 stig en Víkingur, sem hefur ekki unnið í tólf leikjum í röð, er í 10. sætinu með sextán stig. Þá gerðu Breiðablik og KA 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli. Þetta var ellefta jafntefli KA-manna í sumar. Metið í efstu deild eru tólf jafntefli sem Blikar afrekuðu fyrir sex árum. Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 18. mínútu eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar, markvarðar Breiðabliks. Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir Blika á 53. mínútu og þar við sat. Breiðablik er með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. KA er í 8. sætinu með 20 stig. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stjarnan 1-1 FH Klippa: Víkingur 0-2 KR Klippa: Breiðablik 1-1 KA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30 Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. 1. október 2020 23:31 Rúnar Páll: Halli er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Stjörnunnar hældi Haraldi Björnssyni, markverði liðsins, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld. 1. október 2020 22:59 Getur ekki beðið um meira en 2-3 færi til að skora á móti liði eins og KA Leikið var í 14. umferð Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli og markaskorari Blika var svekktur í leikslok. 1. október 2020 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 1-1 | Aftur skoruðu Stjörnumenn á ögurstundu Hilmar Árni Halldórsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna með marki í uppbótartíma er FH mætti í Garðabæinn í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 1. október 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 0-2 | Víkingar án sigurs í 12 leikjum Íslandsmeistarar KR lögðu bikarmeistara Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Líkt og í fyrri leiknum fór leikurinn 2-0 fyrir KR. 1. október 2020 21:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. 1. október 2020 19:50 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30
Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. 1. október 2020 23:31
Rúnar Páll: Halli er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Stjörnunnar hældi Haraldi Björnssyni, markverði liðsins, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld. 1. október 2020 22:59
Getur ekki beðið um meira en 2-3 færi til að skora á móti liði eins og KA Leikið var í 14. umferð Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli og markaskorari Blika var svekktur í leikslok. 1. október 2020 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 1-1 | Aftur skoruðu Stjörnumenn á ögurstundu Hilmar Árni Halldórsson bjargaði stigi fyrir Stjörnuna með marki í uppbótartíma er FH mætti í Garðabæinn í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. 1. október 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 0-2 | Víkingar án sigurs í 12 leikjum Íslandsmeistarar KR lögðu bikarmeistara Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Líkt og í fyrri leiknum fór leikurinn 2-0 fyrir KR. 1. október 2020 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 1-1 | Annað jafntefli liðanna í sumar Breiðablik og KA skildu jöfn í kvöld er þau mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. 1. október 2020 19:50