Lífið

Gefur út lag með American Idol stjörnunni Chris Medina

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Chris Medina úr American Idol og Bjarki Ómarsson gefa út lagið Can't Fake it sem er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. 
Chris Medina úr American Idol og Bjarki Ómarsson gefa út lagið Can't Fake it sem er þeirra fyrsta samstarfsverkefni.  Aðsend mynd

Tónlistarmaðurinn Bomarz, Bjarki Ómarsson, gefur í dag út nýtt lag, Can't Fake It, í samstarfi við American Idol stjörnuna Chris Medina. Vísir frumsýnir myndband við lagið.

Vísir greindi frá því í ágúst þegar Bjarki gerði þriggja ára dreifingarsamning við Sony Music í Danmörku.

Lagið Can't Fake it er fyrsta samstarfsverkefni Bjarka og Chris og segir Bjarki samvinnuna hafa gengið eins og í sögu.

Að vinna með Chris Medina var algjör draumur fyrir mig því ég hef lengi verið mikill aðdáandi en við sömdum saman lagið og textann. Chris sá svo sönginn og ég allan hljóðfæraleik. 

Myndbandið var tekið upp á ströndinni í Þorlákshöfn og er leikstýrt af þeim Fannari Birgissyni og Óttari Inga Þorbergssyni. Dansarinn heitir Jökull Smári Jakobsson. 


Tengdar fréttir

Einhleypan: Tónlistarmaður með Titanic-röskun

„Ég var að gefa út nýtt lag og myndband fyrir stuttu og það er mjög margt spennandi á döfinni, sumt sem ég þori ekki að tjá mig um akkúrat núna.“ Þetta segir Bjarki Ómarsson Einhleypa Makamála þessa vikuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×