Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 12:46 Ísland tapaði fyrir Englandi og Belgíu í síðustu landsleikjum, í Þjóðadeildinni, en var þá án margra fastamanna. Getty/Hafliði Breiðfjörð Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti