Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 11:30 Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir verða væntanlega í eldlínunni á morgun. VÍSIR/DANÍEL „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
„Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira