Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 18:25 Darri Freyr Atlason er kominn heim og hans bíður erfitt verkefni í vetur. MYND/STÖÐ 2 SPORT Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01
Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31