Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 18:25 Darri Freyr Atlason er kominn heim og hans bíður erfitt verkefni í vetur. MYND/STÖÐ 2 SPORT Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira
Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira
Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01
Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31