Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 18:25 Darri Freyr Atlason er kominn heim og hans bíður erfitt verkefni í vetur. MYND/STÖÐ 2 SPORT Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01
Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31