Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. Myndbandið er sérstaklega af Glass eldinum sem brennur nú í Napadalnum, vínlandinu svokallaða. Við störf þeirra hafa slökkviliðsmenn þurft að eiga við ófyrirsjáanlegt veður og gífurlega erfiðar aðstæður.
Ekkert útlit sé á að tök náist á eldinum í bráð.
Samkvæmt frétt LA Times hefur eldurinn stækkað gífurlega hratt í vikunni og nærri því fjórfaldast frá því á mánudaginn. Minnst 80 heimili í Napadalnum hafa brunnið til kaldra kola og miklar skemmdir hafa orðið á vínframleiðslu héraðsins. Tugir þúsund hafa þurft að flýja heimili sín en enn sem komið er hafa engar fregnir borist af dauðsföllum.
Aðra sögu er þó að segja frá Kaliforníu í heild þar sem tugir hafa dáið í sögulegum gróðureldum undanfarnar vikur og mánuði.
XAL 2016A, comprised of ACFD, Fremont Fire, Hayward Fire, and Oakland Fire, have been working for the last 72 hours as part of the initial attack at the Glass Fire. Crews are assigned to the Calistoga/St Helena region to save homes, wineries, and vineyards... pic.twitter.com/xuDSzdeWFL
— Alameda County Fire (@AlamedaCoFire) September 30, 2020