Erlent

Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn í pásu frá störfum sínum við að berjast við Glass-eldinn.
Slökkviliðsmenn í pásu frá störfum sínum við að berjast við Glass-eldinn. AP/Noah Berger

Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. Myndbandið er sérstaklega af Glass eldinum sem brennur nú í Napadalnum, vínlandinu svokallaða. Við störf þeirra hafa slökkviliðsmenn þurft að eiga við ófyrirsjáanlegt veður og gífurlega erfiðar aðstæður.

Ekkert útlit sé á að tök náist á eldinum í bráð.

Samkvæmt frétt LA Times hefur eldurinn stækkað gífurlega hratt í vikunni og nærri því fjórfaldast frá því á mánudaginn. Minnst 80 heimili í Napadalnum hafa brunnið til kaldra kola og miklar skemmdir hafa orðið á vínframleiðslu héraðsins. Tugir þúsund hafa þurft að flýja heimili sín en enn sem komið er hafa engar fregnir borist af dauðsföllum.

Aðra sögu er þó að segja frá Kaliforníu í heild þar sem tugir hafa dáið í sögulegum gróðureldum undanfarnar vikur og mánuði.


Tengdar fréttir

Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri

Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana.

Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs

Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar.

Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini

Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×