Englandsmeistarar Liverpool gætu lent í mjög erfiðum riðli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:30 Brasilíumennirnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker hjá Liverpool leggjast kannski á bæn fyrir dráttinn í dag. Getty/Laurence Griffiths Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira