Jóhannes Karl: Það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2020 19:15 Jóhannes Karl Sigursteinsson var ekki sáttur í lok leiks. VÍSIR/VILHELM KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55