Hrósuðu tvítugum fyrirliða Þróttar í hástert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 22:16 Þróttur er tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi Max-deild kvenna. mynd/þróttur Þróttur fékk mikið hrós í Pepsi Max mörkum kvenna í gær og þá sérstaklega fyrirliðinn, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir. Þróttur gerði góða ferð á Selfoss á laugardaginn og vann 1-3 sigur á bikarmeisturunum. Þróttarar voru 0-3 yfir í hálfleik. „Við erum alltaf að tala um Mary Alica [Vignola] sem er frábær leikmaður og skoraði tvö mörk í leiknum. En svo ég komi aftur að Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, fyrirliða Þróttar, sem var í skítavinnunni aftarlega á miðjunni, hún var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. „Hún er 20 ára og yngsti fyrirliði deildarinnar. Það sem hún hefur vaxið sem leikmaður síðustu tvö tímabil er ekkert smá. Ég vil bara hrósa henni.“ Mist benti líka á að átta af ellefu leikmönnum í byrjunarliði Þróttar gegn Selfossi eru tvítugir eða yngri. Þær eru sem eru yfir tvítugu eru áðurnefnd Mary Alica, Morgan Goff og Stephanie Ribeiro. „Hinar eru tvítugar eða yngri og fæstar með reynslu úr efstu deild. Bara þetta verkefni, að fara á Selfoss með bakið upp við vegg, og taka þessi þrjú stig, bara risa hrós,“ sagði Mist. Þróttur er í 7. sæti deildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá fallsæti. Í síðustu þremur umferðunum mætir Þróttur botnliði KR og Stjörnunni á heimavelli og Þór/KA á útivelli. Helena Ólafsdóttir sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af Þrótti en Mist vildi ekki ganga svo langt að segja að liðið væri hólpið. „Við erum búin að sjá svo miklar sveiflur og alls konar úrslit í þessum neðri hluta þannig að það andar enginn rólega þótt þú sért aðeins farin að slaka á. Þær voru í fallsæti fyrir þessa umferð og það eru endalaus sætaskipti þarna. Það er svo lítið sem skilur á milli,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Þrótt Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Segja uppgang Tindastóls stórkostlegan Rætt var um afrek Tindastóls að komast upp í efstu deild í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. 30. september 2020 14:01 Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31 Þróttarar léku sér að Selfyssingum Selfosskonur steinlágu fyrir nýliðum Þróttar á Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna í dag. 26. september 2020 16:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Þróttur fékk mikið hrós í Pepsi Max mörkum kvenna í gær og þá sérstaklega fyrirliðinn, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir. Þróttur gerði góða ferð á Selfoss á laugardaginn og vann 1-3 sigur á bikarmeisturunum. Þróttarar voru 0-3 yfir í hálfleik. „Við erum alltaf að tala um Mary Alica [Vignola] sem er frábær leikmaður og skoraði tvö mörk í leiknum. En svo ég komi aftur að Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, fyrirliða Þróttar, sem var í skítavinnunni aftarlega á miðjunni, hún var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. „Hún er 20 ára og yngsti fyrirliði deildarinnar. Það sem hún hefur vaxið sem leikmaður síðustu tvö tímabil er ekkert smá. Ég vil bara hrósa henni.“ Mist benti líka á að átta af ellefu leikmönnum í byrjunarliði Þróttar gegn Selfossi eru tvítugir eða yngri. Þær eru sem eru yfir tvítugu eru áðurnefnd Mary Alica, Morgan Goff og Stephanie Ribeiro. „Hinar eru tvítugar eða yngri og fæstar með reynslu úr efstu deild. Bara þetta verkefni, að fara á Selfoss með bakið upp við vegg, og taka þessi þrjú stig, bara risa hrós,“ sagði Mist. Þróttur er í 7. sæti deildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá fallsæti. Í síðustu þremur umferðunum mætir Þróttur botnliði KR og Stjörnunni á heimavelli og Þór/KA á útivelli. Helena Ólafsdóttir sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af Þrótti en Mist vildi ekki ganga svo langt að segja að liðið væri hólpið. „Við erum búin að sjá svo miklar sveiflur og alls konar úrslit í þessum neðri hluta þannig að það andar enginn rólega þótt þú sért aðeins farin að slaka á. Þær voru í fallsæti fyrir þessa umferð og það eru endalaus sætaskipti þarna. Það er svo lítið sem skilur á milli,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Þrótt
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Segja uppgang Tindastóls stórkostlegan Rætt var um afrek Tindastóls að komast upp í efstu deild í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. 30. september 2020 14:01 Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31 Þróttarar léku sér að Selfyssingum Selfosskonur steinlágu fyrir nýliðum Þróttar á Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna í dag. 26. september 2020 16:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Segja uppgang Tindastóls stórkostlegan Rætt var um afrek Tindastóls að komast upp í efstu deild í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. 30. september 2020 14:01
Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. 30. september 2020 08:31
Þróttarar léku sér að Selfyssingum Selfosskonur steinlágu fyrir nýliðum Þróttar á Selfossi í Pepsi-Max deild kvenna í dag. 26. september 2020 16:20