Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 09:49 Börn á siglinganámskeiði í Nauthólsvík á fallegum sumardegi. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt. Þetta eru niðurstöður níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi sem hafa skilað skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Unnið hefur verið að skýrslunni síðan 2018. Skýrslan fjallar um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. „Frá því að Ísland skilaði síðustu skýrslum sínum til Barnaréttarnefndarinnar hefur margt þróast í rétta átt en þó er margt sem bæta þarf svo börn á Íslandi geti notið allra þeirra réttinda sem getið er um í Barnasáttmálanum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Félagasamtökin níu eru Barnaheill, Heimili og skóli, Rauði krossinn, SAFT, Samfés, UMFÍ, Unicef, Þroskahjálp og ÖBÍ. Meðal þeirra athugasemda sem koma fram í viðbótarskýrslu félagasamtakanna níu er að: • Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Lagt er til að stjórnvöld geri m.a. landsáætlun um innleiðingu sáttmálans og gefi út leiðbeiningar til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu. • Auka þarf tækifæri barna og ungmenna til þátttöku í málefnum sem þau varðar. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði í að bjóða börnum að tjá skoðanir sínar í öllum aðstæðum og bera ábyrgð á að fræða almenning um tjáningarrétt barna óháð aldri. Sérstaklega skal tryggja aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn, börn sem búa við fátækt og aðra hópa barna sem mæta hindrunum. Ennfremur er afar mikilvægt að íslenska ríkið undirriti og fullgildi þriðju valfrjálsu bókun Barnasáttmálans um kvörtunarleiðir til Barnaréttarnefndarinnar, og opni þannig aðgang fyrir börn til að kvarta undan meðferð stjórnvalda á málum sínum, án mismununar. • Nauðsynlegt er að setja á fót sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi en hingað til hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem rekin er af frjálsum félagasamtökum, sinnt störfum mannréttindastofnunar • Eftirlit og samræming á starfsemi barnaverndarnefnda sé ábótavant og skuli eflt til muna. Þá skuli barnaverndarnefndir verða skipaðar fagfólki og látið verði af pólitískum skipunum. Úttekt verði gerð á barnavernd fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd. • Tryggja þarf að fötluð börn njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Vöntun er á áreiðanlegri tölfræði um stöðu þeirra til að hægt sé að grípa til ráðstafana til að tryggja réttindi þeirra og verja fyrir mismunun og ofbeldi. Stórauka þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni og jafnframt að tryggja rétt þeirra til hjálpartækja, m.a. fyrir börn sem búa á tveimur heimilum til að þau hafi raunveruleg tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eins og önnur börn. Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt. Þetta eru niðurstöður níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi sem hafa skilað skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Unnið hefur verið að skýrslunni síðan 2018. Skýrslan fjallar um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. „Frá því að Ísland skilaði síðustu skýrslum sínum til Barnaréttarnefndarinnar hefur margt þróast í rétta átt en þó er margt sem bæta þarf svo börn á Íslandi geti notið allra þeirra réttinda sem getið er um í Barnasáttmálanum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Félagasamtökin níu eru Barnaheill, Heimili og skóli, Rauði krossinn, SAFT, Samfés, UMFÍ, Unicef, Þroskahjálp og ÖBÍ. Meðal þeirra athugasemda sem koma fram í viðbótarskýrslu félagasamtakanna níu er að: • Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Lagt er til að stjórnvöld geri m.a. landsáætlun um innleiðingu sáttmálans og gefi út leiðbeiningar til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu. • Auka þarf tækifæri barna og ungmenna til þátttöku í málefnum sem þau varðar. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði í að bjóða börnum að tjá skoðanir sínar í öllum aðstæðum og bera ábyrgð á að fræða almenning um tjáningarrétt barna óháð aldri. Sérstaklega skal tryggja aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn, börn sem búa við fátækt og aðra hópa barna sem mæta hindrunum. Ennfremur er afar mikilvægt að íslenska ríkið undirriti og fullgildi þriðju valfrjálsu bókun Barnasáttmálans um kvörtunarleiðir til Barnaréttarnefndarinnar, og opni þannig aðgang fyrir börn til að kvarta undan meðferð stjórnvalda á málum sínum, án mismununar. • Nauðsynlegt er að setja á fót sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi en hingað til hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem rekin er af frjálsum félagasamtökum, sinnt störfum mannréttindastofnunar • Eftirlit og samræming á starfsemi barnaverndarnefnda sé ábótavant og skuli eflt til muna. Þá skuli barnaverndarnefndir verða skipaðar fagfólki og látið verði af pólitískum skipunum. Úttekt verði gerð á barnavernd fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd. • Tryggja þarf að fötluð börn njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Vöntun er á áreiðanlegri tölfræði um stöðu þeirra til að hægt sé að grípa til ráðstafana til að tryggja réttindi þeirra og verja fyrir mismunun og ofbeldi. Stórauka þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni og jafnframt að tryggja rétt þeirra til hjálpartækja, m.a. fyrir börn sem búa á tveimur heimilum til að þau hafi raunveruleg tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eins og önnur börn.
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira