Bakarameistarinn í stað Jóa Fel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:02 Skilti Bakarameistarans er nú þegar komið upp þar sem Jói Fel var til húsa í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot.
Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29