Bakarameistarinn í stað Jóa Fel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:02 Skilti Bakarameistarans er nú þegar komið upp þar sem Jói Fel var til húsa í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot.
Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29