„Held að Framarar geti sjálfum sér um kennt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 11:28 Theodór Ingi Pálmason og Rúnar Sigtryggsson rýndu í síðustu leiki Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12
Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20