„Held að Framarar geti sjálfum sér um kennt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 11:28 Theodór Ingi Pálmason og Rúnar Sigtryggsson rýndu í síðustu leiki Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12
Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20