Hefur skráð sig í Samfylkinguna til að styðja varaformanninn Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 09:03 Sóley Tómasdóttir sat í borgarstjórn fyrir Vinstri græna á árunum 2006 til 2016. Aðsend Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48