Hefur skráð sig í Samfylkinguna til að styðja varaformanninn Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 09:03 Sóley Tómasdóttir sat í borgarstjórn fyrir Vinstri græna á árunum 2006 til 2016. Aðsend Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48