Hefur skráð sig í Samfylkinguna til að styðja varaformanninn Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 09:03 Sóley Tómasdóttir sat í borgarstjórn fyrir Vinstri græna á árunum 2006 til 2016. Aðsend Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Þetta staðfestir Sóley í samtali við Vísi. Hún segist ekki vita hversu virk hún muni verða í starfi flokksins, en að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar að standa með feminískum konum í stjórnmálum. „Ég skráði mig til að styðja Heiðu Björgu Hilmisdóttur í varaformanninn,“ segir Sóley. Borgarfulltrúinn Heiða Björg hefur gegnt varaformennsku í Samfylkingunni undanfarin ár en á dögunum tilkynnti þingkonan Helga Vala Helgadóttir um framboð til varaformennsku í flokknum. Heiða Björg stefnir hins vegar sjálf á áframhaldandi varaformennsku og sagði í viðtali í gær að mótframboðið hafi komið sér á óvart. Landsfundur flokksins fer fram 6. nóvember næstkomandi. Feminísk hugmyndafræði ekki viðurkennd Sóley segir það vera mikla pressu á konur í stjórnmálum að gefa eftir feminíska hugmyndafræði þar sem hún sé ekki ennþá orðin viðurkennd sem raunverulegur hluti af stjórnmálunum. „Þær örfáu konur sem þora að standa alltaf með feminískum gildum njóta ekki nægilega ríks stuðnings. Núna þegar Heiða Björg, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir sem feminísk stjórnmálakona, hefur fengið mótframboð í varaformennsku þá finnst mér skipta máli að standa með henni. Fyrir mig sem kjósanda og fyrir mig sem pólitískan munaðarleysingja undanfarin ár er það rosalega mikilvægt að feminískar konur hafi vægi og rödd í þeim stjórnmálaflokkum sem ég gæti mögulega hugsað mér að kjósa.“ Skráði sig úr VG árið 2016 – er ekki á leið í framboð Sóley segist hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2016. Innan við ár er nú til þingkosninga, en hún kveðst þó ekki á leið í framboð. Slíkt sé augljóst þar sem hún búi ekki á Íslandi, heldur Hollandi. „En ég er í eðli mínu pólitísk. Mín pólitík byggir á feminískri hugmyndafræði og ég vil gera allt sem ég mögulega get til að styðja þær konur sem byggja sína pólitík á henni,“ segir Sóley, sem sat í borgarstjórn á árunum 2006 til 2016 og var forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún starfar nú sem kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39 Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart. 28. september 2020 09:39
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur tilkynnt um framboð sitt til varaformanns flokksins. 17. september 2020 07:48