Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 16:41 Subirif er manngert rif við Spratlyeyjar þar sem búið er að koma fyrir vopnum, flugvelli og öðru. AP/Francis Malasig Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. Tvær æfingar fara fram í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins og byggt upp flotastöðvar og flugvelli. Ein fer fram í Austur-Kínahafi og enn ein norður í Bohaíhafi. Þar að auki fer fram æfing í Gulahafi. Kínverjar halda æfingar sem þessar reglulega en mjög sjaldgæft er að þær séu haldnar á sama tíma. Í síðasta mánuði voru fjórar æfingar haldnar á sama tíma og þar að auki hafa Kínverjar reglulega flogið herþotum inn í loftvarnasvæði Taívan. Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir þær æfingar. Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að nútímavæðing herafla Kína hafi aukið sjálfsöryggi ráðamanna í Peking verulega. Svo mikið að þeir telji sig geta tekið Taívan með valdi, eins og forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa hótað að gera. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði. Taívan hefur þó verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Sjá einnig: Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Varðandi Suður-Kínahaf, þá hefur Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakað ráðmenn í Kína um að fara á bak orða sinna varðandi hervæðingu eyja í Suður-Kínahafi. Talsmaður ráðuneytisins vísaði í orð Xi Jinping, forseta Kína, frá því hann heimsótti Hvíta húsið árið 2015. Þá sagði hann að ekki stæði til að hervæða Spratlyeyjar og að stöðvar Kína í Suður-Kínahafi myndu engin áhrif hafa á önnur ríki. Kínverjar hafa þó komið fyrir eldflaugum, flotastöðvum og flugvöllum á eyjunum. Mörg ríki gera tilkall til Spratlyeyja. Filippseyjar eru þeirra á meðal en Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ræddi eyjurnar og Suður-Kínahaf í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýndi hann yfirvöld í Kína vegna málsins. Vísaði hann til úrskurðar Alþjóðagerðardómsins í Haag frá 2016. Þar sem tilkall Kína var dæmt ólöglegt. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Kínverjar hafa hafnað þeim úrskurði. Kína Taívan Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. Tvær æfingar fara fram í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins og byggt upp flotastöðvar og flugvelli. Ein fer fram í Austur-Kínahafi og enn ein norður í Bohaíhafi. Þar að auki fer fram æfing í Gulahafi. Kínverjar halda æfingar sem þessar reglulega en mjög sjaldgæft er að þær séu haldnar á sama tíma. Í síðasta mánuði voru fjórar æfingar haldnar á sama tíma og þar að auki hafa Kínverjar reglulega flogið herþotum inn í loftvarnasvæði Taívan. Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir þær æfingar. Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að nútímavæðing herafla Kína hafi aukið sjálfsöryggi ráðamanna í Peking verulega. Svo mikið að þeir telji sig geta tekið Taívan með valdi, eins og forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa hótað að gera. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði. Taívan hefur þó verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Sjá einnig: Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Varðandi Suður-Kínahaf, þá hefur Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakað ráðmenn í Kína um að fara á bak orða sinna varðandi hervæðingu eyja í Suður-Kínahafi. Talsmaður ráðuneytisins vísaði í orð Xi Jinping, forseta Kína, frá því hann heimsótti Hvíta húsið árið 2015. Þá sagði hann að ekki stæði til að hervæða Spratlyeyjar og að stöðvar Kína í Suður-Kínahafi myndu engin áhrif hafa á önnur ríki. Kínverjar hafa þó komið fyrir eldflaugum, flotastöðvum og flugvöllum á eyjunum. Mörg ríki gera tilkall til Spratlyeyja. Filippseyjar eru þeirra á meðal en Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ræddi eyjurnar og Suður-Kínahaf í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýndi hann yfirvöld í Kína vegna málsins. Vísaði hann til úrskurðar Alþjóðagerðardómsins í Haag frá 2016. Þar sem tilkall Kína var dæmt ólöglegt. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Kínverjar hafa hafnað þeim úrskurði.
Kína Taívan Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20