Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 19:30 Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Þar var lögð fram ályktun undir yfirskriftinni "Neyðaraðgerðir strax". Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“ Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira