Áskorun á atvinnurekendur Eiður Stefánsson skrifar 25. september 2020 12:15 Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun