Áskorun á atvinnurekendur Eiður Stefánsson skrifar 25. september 2020 12:15 Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og veitingargeirann. Íslenskir skattgreiðendur hafa lagst á árarnar með fyrirtækjum sem hafa farið illa út úr þessu ástandi, en því ber að fagna að rekstur meirihluta fyrirtækja á landinu virðist ganga vel. Í aðdraganda kjarasamningagerð aðildarfélaga ASÍ og SA, sem gerðir voru vorið 2019 undir heitinu lífskjarasamningar, voru blikur á lofti í ferðaþjónustu- og flugbransanum. Þegar samningaviðræður stóðu sem hæst þá var það öllum ljóst sem við samningaborðið sátu að árin 2019 og 2020 yrðu slæm ár fyrir ferðaþjónustuna. Öllum varð það líka ljóst að fyrir því væru margþættar ástæður sem erfitt væri að mæta með einföldum aðgerðum. Til að bæta gráu ofan í svart varð WOW Air gjaldþrota og sú staða bættist inn í myndina og hafði eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á samningagerðina. Báðum samningsaðilum varð það ljóst að nauðsynlega þyrfti að gera hóflega kjarasamninga með sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks og stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilunum og atvinnulífinu einkar vel. Þar sem samningsaðilar voru sammála um að launhækkanir á samningstímanum væru hófstilltar var settur inn hagvaxtarauki til að tryggja hlut launamanna í verðmætasköpun þjóðarinnar. Eins og málin hafa þróast þá eru ekki miklar líkur á að hagvaxtarauki komi til með að hækka laun á samningstímanum og því ljóst að krónutöluhækkun verði eina hækkunin sem komi til með að hækka laun. Í dag eru dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda 332.530 kr. og ef samningum verður ekki sagt upp af hálfu SA þá munu laun hækka um 24.000 kr. þann 1. janúar 2021. Dagvinnulaun afgreiðslufólks í verslun eftir 5 ára starf hjá sama atvinnurekanda fara í 356.530 kr. Ég fæ ekki séð hvernig SA eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra geta með nokkru móti ætlast til þess að okkar félagsmenn á þessum launum taka á sig launaskerðingu. Ég skora á atvinnurekendur að standa við kjarasamninginn. Höfundur er formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyrar og nágrennis.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar