Innlent

Leggur til að skemmtistaðir og krár megi opna á ný

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alma Möller er landlæknir.
Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að aftur verði heimilt að opna krár og skemmtistaði frá og með 28. september, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Krár og skemmtistaðir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá 18. september eftir að aukning á fjölda kórónuveirusmita var meðal annars rakin til skemmtistaða. Nú stendur til að heimila eigendum þessara staða að opna þá á nýjan leik.

„Sóttvarnarlæknir mun í dag senda ráðherra tillögu um sóttvarnaraðgerðir sem þurfa að koma til framkvæmda eftir 27. september. Ef að ekkert stórt gerist næstu daga eru ekki lagðar til miklar breytingar að þessu sinni, nema að hann mun leggja til að krár og skemmtistaðir á höfuðborgarsvæðinu verði opnaðir 28. september,“ sagði Alma.

Staðirnir þurfa þó að uppfylla ákveðin skilyrði, sem þó á eftir að útfæra nánar.

„Það verði gerðar ákveðar kröfur um hámarksfjölda gesta og ýmsan aðbúnað á þessum stöðum og þetta á eftir að útfæra og væntanlega verður haft samráð um það,“ bætti Alma við.


Tengdar fréttir

Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×