Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést! Þóranna Hrönn Þórsdóttir skrifar 24. september 2020 11:30 Trúið mér, ég var mjög ánægð þegar ég sá að inn á Sjónvarp Símans Premium hafði verið settur fjöldinn allur af teiknimyndum. Ein af þeim er K3, teiknimynd leyfð öllum aldurshópum sem fjallar um 3 söngkonur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru ekki að halda tónleika... OK, ekki alveg teiknimynd að mínu skapi en ég fagnaði því að þarna væri komin teiknimynd með 3 stelpum í aðalhlutverkum. Sonur minn sá alla litina, tónlistina og gleðina í auglýsingu þáttanna og vildi ólmur horfa á þetta. Þar sem hann er 5 ára, þá horfir hann yfirleitt ekki á þætti í neinni sérstakri röð og stillti fyrst á þátt númer 12. Gott og vel. Ég gaf þessu ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar aðalpersónan var við það að ná að bjarga flugvél frá því að hrapa, en tók pásu í miðjum klíðum til að naglalakka sig (!!), þá fór ég að fylgjast með þættinum af meiri alvöru. Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!“ Þar sem þetta er engan veginn í lagi skrifaði ég stutta ábendingu og sendi til Símans þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni. Síðan hafa liðið tæpar 3 vikur, serían er enn inni og líka þáttur 13 svo ég búin að gefast upp. Ég krefst þess því aftur, nú opinberlega, að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu. Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur. Ábending mín til Símans 5. september sl.: „Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans. Svar til mín frá Símanum 7. september sl.: Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Ég ákvað síðan að taka stikkprufur, tvo þætti í sitthvorum endanum á seríunni og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti. Þáttur 1: Ein af þremur aðalpersónum raular lag en fattar ekki alveg hvaðan hún þekkir það. Henni er þá bent á að þetta sé eitt af K3-karókílögunum og segir: „Guð, heimskulegt af mér.“ K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?“ Þáttur 45: Þátturinn heitir „Með tvo í takinu“ Tveir strákar úr hljómsveitinni 2D eru báðir skotnir í Kötu í K3. Berjast um hylli hennar og ást. Hún vill ekkert með þá hafa meðan hinar stelpurnar í K3 sjá ekki sólina fyrir þeim. Lífvörðurinn segir, „þessir tveir eru hættulegir Kötu“ og Kim segir: „mér finnst þetta sætt“. Þær gera síðan lítið úr Kötu til að reyna að losa hana við strákana með því að segja þeim að uppáhaldsbókin hennar sé skammtafræði og sýna myndir af henni tannbursta sig og hnerra. En Davíð elskar hana „þó að hún sé ljót“... Svo „læknast“ hann af ástsýkinni og segir glætan að hann sé ennþá hrifinn af Kötu, „þú veist ég er hrifnari af ljóskum“. Höfundur er móðir. Uppfært: Eftirfarandi skilaboð bárust Þórunni frá upplýsingafulltrúa Símans í kjölfar skrifa hennar. Hæ Þóranna og takk fyrir ábendinguna og að ýta aftur við okkur. Þetta er hárrétt ábending sem við höfum tekið til okkar og efnið er nú farið út úr Sjónvarpi Símans. Þættirnir innihalda orðfæri sem ekki á erindi til ungra og áhrifagjarna áhorfenda og því höfum við tekið þá úr sýningu. kveðja, Guðmundur hjá Símanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Trúið mér, ég var mjög ánægð þegar ég sá að inn á Sjónvarp Símans Premium hafði verið settur fjöldinn allur af teiknimyndum. Ein af þeim er K3, teiknimynd leyfð öllum aldurshópum sem fjallar um 3 söngkonur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru ekki að halda tónleika... OK, ekki alveg teiknimynd að mínu skapi en ég fagnaði því að þarna væri komin teiknimynd með 3 stelpum í aðalhlutverkum. Sonur minn sá alla litina, tónlistina og gleðina í auglýsingu þáttanna og vildi ólmur horfa á þetta. Þar sem hann er 5 ára, þá horfir hann yfirleitt ekki á þætti í neinni sérstakri röð og stillti fyrst á þátt númer 12. Gott og vel. Ég gaf þessu ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar aðalpersónan var við það að ná að bjarga flugvél frá því að hrapa, en tók pásu í miðjum klíðum til að naglalakka sig (!!), þá fór ég að fylgjast með þættinum af meiri alvöru. Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!“ Þar sem þetta er engan veginn í lagi skrifaði ég stutta ábendingu og sendi til Símans þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni. Síðan hafa liðið tæpar 3 vikur, serían er enn inni og líka þáttur 13 svo ég búin að gefast upp. Ég krefst þess því aftur, nú opinberlega, að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu. Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur. Ábending mín til Símans 5. september sl.: „Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans. Svar til mín frá Símanum 7. september sl.: Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Ég ákvað síðan að taka stikkprufur, tvo þætti í sitthvorum endanum á seríunni og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti. Þáttur 1: Ein af þremur aðalpersónum raular lag en fattar ekki alveg hvaðan hún þekkir það. Henni er þá bent á að þetta sé eitt af K3-karókílögunum og segir: „Guð, heimskulegt af mér.“ K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?“ Þáttur 45: Þátturinn heitir „Með tvo í takinu“ Tveir strákar úr hljómsveitinni 2D eru báðir skotnir í Kötu í K3. Berjast um hylli hennar og ást. Hún vill ekkert með þá hafa meðan hinar stelpurnar í K3 sjá ekki sólina fyrir þeim. Lífvörðurinn segir, „þessir tveir eru hættulegir Kötu“ og Kim segir: „mér finnst þetta sætt“. Þær gera síðan lítið úr Kötu til að reyna að losa hana við strákana með því að segja þeim að uppáhaldsbókin hennar sé skammtafræði og sýna myndir af henni tannbursta sig og hnerra. En Davíð elskar hana „þó að hún sé ljót“... Svo „læknast“ hann af ástsýkinni og segir glætan að hann sé ennþá hrifinn af Kötu, „þú veist ég er hrifnari af ljóskum“. Höfundur er móðir. Uppfært: Eftirfarandi skilaboð bárust Þórunni frá upplýsingafulltrúa Símans í kjölfar skrifa hennar. Hæ Þóranna og takk fyrir ábendinguna og að ýta aftur við okkur. Þetta er hárrétt ábending sem við höfum tekið til okkar og efnið er nú farið út úr Sjónvarpi Símans. Þættirnir innihalda orðfæri sem ekki á erindi til ungra og áhrifagjarna áhorfenda og því höfum við tekið þá úr sýningu. kveðja, Guðmundur hjá Símanum
„Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans.
Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar