Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 18:42 Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á kröfur nágrannanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag. Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag.
Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira