Verndari óskilamuna fær skjaldarmerki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2020 10:16 Virpi Jokinen hefur síðustu ár passað vel upp á föt nemenda í Laugarnesskóla vísir/egill Þrátt fyrir að það sé varla mánuður síðan skólastarf hófst hafa hrúgur óskilamuna safnast upp. Reyndar eru engar hrúgur í Laugarnesskóla heldur eru fötin flokkuð skipulega og raðað snyrtilega upp. Þökk sé foreldri í skólanum, Virpi Jokinen, sem hefur sérstaka ástríðu fyrir því að fötin komist aftur til eigenda sinna. „Ég fór að fást við þetta af því að mér finnst að við eigum að hafa góða aðstöðu, þar sem við öll, foreldrar, starfsfólk og börnin, getum gengið að öllum þessum fötum og fundið það sem við erum að leita að. Fötunum er raðað fyrir utan skólann á morgnana svo foreldrar geti leitað að týndum fötum án þess að brjóta sóttvarnareglur. „Ég sé mun á viðhorfi foreldra eftir að við byrjuðum á þessu. Það er ofboðslega mikið þakklææti sem flæðir í skólanum okkar, við erum að hringja og senda sms með myndum af fötum sem við erum að finna. Þetta er orðið svona foreldrasamstarf og það er eitt af því fallega sem fylgir þessu verkefni.“ Til að sýna þakklæti sitt teiknaði eitt foreldri í skólanum, Lóa Hjálmtýsdóttir, skjaldarmerki fyrir þennan sérstaka verndara óskilamuna. „Já, það kom skjaldarmerki fyrir þetta verkefni - eða fyrir mig fyrir að vera verndari óskilamuna. Þetta er fallegasta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir svona lagað.“ Virpi hefur breitt út boðskapinn og býður nú foreldrafélögum og skólum að taka upp verkefnið með skipulaginu sem hún hefur hannað þar sem ó-ið er tekið úr óskilamununum og eftir verða eingöngu skilamunir. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Góðverk Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Þrátt fyrir að það sé varla mánuður síðan skólastarf hófst hafa hrúgur óskilamuna safnast upp. Reyndar eru engar hrúgur í Laugarnesskóla heldur eru fötin flokkuð skipulega og raðað snyrtilega upp. Þökk sé foreldri í skólanum, Virpi Jokinen, sem hefur sérstaka ástríðu fyrir því að fötin komist aftur til eigenda sinna. „Ég fór að fást við þetta af því að mér finnst að við eigum að hafa góða aðstöðu, þar sem við öll, foreldrar, starfsfólk og börnin, getum gengið að öllum þessum fötum og fundið það sem við erum að leita að. Fötunum er raðað fyrir utan skólann á morgnana svo foreldrar geti leitað að týndum fötum án þess að brjóta sóttvarnareglur. „Ég sé mun á viðhorfi foreldra eftir að við byrjuðum á þessu. Það er ofboðslega mikið þakklææti sem flæðir í skólanum okkar, við erum að hringja og senda sms með myndum af fötum sem við erum að finna. Þetta er orðið svona foreldrasamstarf og það er eitt af því fallega sem fylgir þessu verkefni.“ Til að sýna þakklæti sitt teiknaði eitt foreldri í skólanum, Lóa Hjálmtýsdóttir, skjaldarmerki fyrir þennan sérstaka verndara óskilamuna. „Já, það kom skjaldarmerki fyrir þetta verkefni - eða fyrir mig fyrir að vera verndari óskilamuna. Þetta er fallegasta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir svona lagað.“ Virpi hefur breitt út boðskapinn og býður nú foreldrafélögum og skólum að taka upp verkefnið með skipulaginu sem hún hefur hannað þar sem ó-ið er tekið úr óskilamununum og eftir verða eingöngu skilamunir.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Góðverk Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira