Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Trygginga­stofnun

Atli Ísleifsson skrifar
Sigrún Jónsdóttir.
Sigrún Jónsdóttir. TR

Sigrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri á skrifstofu forstjóra Tryggingastofnunar og gegnir hún jafnframt stöðu staðgengils forstjóra. 

Í tilkynningu segir að helstu verkefni Sigrúnar séu tengsl og samskipti við hagsmunaaðila utan stofnunarinnar, áætlanagerð, birting upplýsinga um starfsemina og samskipti við fjölmiðla og Alþingi.

„Sigrún hefur starfað hjá TR frá því í apríl 2019 en áður var hún kennslustjóri Háskólans á Bifröst í fjögur ár. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu af störfum á vettvangi velferðarmála en sem dæmi var hún fulltrúi í nefnd sem vann fyrstu áætlun stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum og kynbundnu ofbeldi, sem var birt árið 2006, og var á árunum 1991-1995 varamaður og síðar aðalfulltrúi í tryggingaráði. Sigrún hefur starfað í Háskóla Íslands, í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og var framkvæmdastýra Samfylkingarinnar. Hún var bæjarfulltrúi í Kópavogi í 1998-2006 og sat á þeim árum m.a. í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigrún var ein af stofnendum Kvennalistans árið 1983.

Sigrún er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, og með kennsluréttindi og BA próf í stjórnmálafræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×