Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 12:09 Hafísinn á norðurskautinu nær yfirleitt lágmarki eftir sumarylinn í lok september eða byrjun október áður en sólin lækkar á lofti og kólnar í veðri. AP/David Goldman Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Hafísinn á norðurskautinu náði minnst yfir 3,74 milljónir ferkílómetra þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt bráðabirgðatölum Snjó- og ísgagnastofnunar Bandaríkjanna (NSIDC) var það lægsta útbreiðsla hafíssins í sumar, að sögn loftslagsvefsíðunnar Carbon Brief. Sumarlágmarkið í ár er það annað minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugs síðustu aldar. NSIDC segir að það sé í samræmi við langtímahnignun hafíssins. Aðeins munaði um 350.000 ferkílómetrum á útbreiðslunni í ár annars vegar og metlágmarkinu í lok sumars 2012 hins vegar. Útbreiðslan í lok sumars nú er 2,51 milljón ferkílómetrum minni en meðalútbreiðslan á þessum árstíma frá 1981 til 2010. Það er sambærilegt við flatarmál Grænland og Finnlands samanlagt. Útbreiðsla hafíssins 15. september undanfarin ár. Aðeins metárið 2012 var hún minni en í ár.NSIDC NSIDC setur þann fyrirvara við bráðabirgðatölurnar að breytt vindátt eða bráðnun seint á tímabilinu gæti dregið enn úr útbreiðslu hafíssins líkt og var raunin árin 2005 og 2010. Vanalega næst sumarlágmark íssins seint í september eða snemma í október. Þegar útbreiðslan nú um miðjan september er borin saman við metlágmarkið 2012 er nú meiri hafís í Beaufort-hafi en nokkuð minni í Laptev- og Austur-Grænlandshafi. Hop hafíssins á norðurskautinu er ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Frá 1979 til 2020 hefur útbreiðslan dregist saman um 13,4% á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981 til 2010. Kort af útbreiðslu hafíssins 17. september 2012 (litað hvítt) og 15. september 2020 (litað blátt).NSIDC Norðurslóðir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Hafísinn á norðurskautinu náði minnst yfir 3,74 milljónir ferkílómetra þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt bráðabirgðatölum Snjó- og ísgagnastofnunar Bandaríkjanna (NSIDC) var það lægsta útbreiðsla hafíssins í sumar, að sögn loftslagsvefsíðunnar Carbon Brief. Sumarlágmarkið í ár er það annað minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugs síðustu aldar. NSIDC segir að það sé í samræmi við langtímahnignun hafíssins. Aðeins munaði um 350.000 ferkílómetrum á útbreiðslunni í ár annars vegar og metlágmarkinu í lok sumars 2012 hins vegar. Útbreiðslan í lok sumars nú er 2,51 milljón ferkílómetrum minni en meðalútbreiðslan á þessum árstíma frá 1981 til 2010. Það er sambærilegt við flatarmál Grænland og Finnlands samanlagt. Útbreiðsla hafíssins 15. september undanfarin ár. Aðeins metárið 2012 var hún minni en í ár.NSIDC NSIDC setur þann fyrirvara við bráðabirgðatölurnar að breytt vindátt eða bráðnun seint á tímabilinu gæti dregið enn úr útbreiðslu hafíssins líkt og var raunin árin 2005 og 2010. Vanalega næst sumarlágmark íssins seint í september eða snemma í október. Þegar útbreiðslan nú um miðjan september er borin saman við metlágmarkið 2012 er nú meiri hafís í Beaufort-hafi en nokkuð minni í Laptev- og Austur-Grænlandshafi. Hop hafíssins á norðurskautinu er ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Frá 1979 til 2020 hefur útbreiðslan dregist saman um 13,4% á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981 til 2010. Kort af útbreiðslu hafíssins 17. september 2012 (litað hvítt) og 15. september 2020 (litað blátt).NSIDC
Norðurslóðir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira