Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2020 22:05 Ágúst Eðvald Hlynson [til hægri] skoraði mark Víkinga í kvöld. Vísir/Bára Víkingur og HK mættust í Fossvoginum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Heimamenn hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu ÍA 6-2 á heimavelli þann 19. júlí og þurfa að bíða enn lengur eftir 1-1 jafntefli í kvöld. Leikurinn var mjög fjörugur og jafntefli sanngjörn niðurstaða þó svo að leikurinn hafi átt skilið fleiri mörk. Fyrir leik vakti athygli að bæði Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson voru fjarverandi í liði Víkings. Sölvi Geir er meiddur á hné og Halldór Smári er í sóttkví. Þá er Helgi Guðjónsson – framherjinn ungi sem kom frá Fram – enn frá vegna meiðsla. Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon lék því í stöðu miðvarðar hjá heimamönnum. Hjá gestunum voru nafnarnir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ásgeir Marteinsson á varamannabekknum. HK virtist stilla upp í 4-4-2 en Jón Arnar Barðdal var mest megnis í holunni á bakvið Bjarna Gunnarsson. Gangur leiksins Mikill hraði í upphafi leiks og fengu bæði lið fín færi til þess að komast yfir. Ágúst Eðvald Hlynsson er eflaust vel súr að hafa ekki komið Víkingum yfir en hann átti þrumuskot í slá ásamt því að hann skaut fram hjá úr úrvalsfæri sem hann bjó til alveg upp á eigin spýtur. Ingvar Jónsson hélt sínum mönnum einnig inn í leiknum en hann varði vel af stuttu færi frá Bjarna Gunnars. og Birni Snæ Ingasyni þegar gestirnir náðu að spóla sig í gegnum vörn heimamanna. Góð pressa HK virkaði oftar en ekki vel en Víkingar voru engan veginn að búast við því að gestirnir – sem liggja oftast nær aftarlega á vellinum – myndu pressa jafn stíft og þeir gerðu í kvöld. Allt kom fyrir ekki og staðan markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þá var smá bras á dómurum leiksins en Oddur Helgi Guðmundsson tognaði aftan í læri og því þurfti fjórði dómari, Þórður Már Gylfson að stökkva til og henda sér í hlutverk aðstoðardómara. Hálfleikurinn var svo lengri en eðlilegt þykir þar sem beðið var eftir nýjum fjórða dómara þar sem Oddur Helgi ku hafa tognað illa. Síðari hálfleikur fór heldur hægar af stað en sá fyrri. Hann lifnaði svo heldur betur til lífsins þegar liðið hafði á. Bæði lið höfðu fengið urmul af færum – það var í raun ótrúlegt að staðan væri enn markalaus á þessum tímapunkti – þegar Kwame Quee braut kjánalega af sér á hættulegum stað. Kwame átti þá slæma móttöku og endaði á að hálfpartinn renna utan í Birni Snæ á vinstri væng HK. Aukaspyrna á hættulegum stað sem Birnir tók sjálfur. Spyrnan rataði inn á teig en var skölluð frá. Þaðan fór boltinn aftur á Birni sem keyrði upp að endalínu og gaf fyrir markið. Boltinn rataði beint á Bjarna Gunnarsson sem skoraði með góðum skalla. Staðan orðin 1-0 HK í vil og loksins loksins virtust Kópavogsbúar ætla að sækja þrjú stig úr greipum Víkinga. Adam var þó ekki lengi í paradís. Nikolaj Andreas Hansen kom inn fyrir Víkinga og fór rakleiðis upp á topp með Óttari Magnúsi Karlssyni. Víkingar héldu svo að þeir hefðu jafnað metin á 79. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þeir jöfnuðu hins vegar metin innan við mínútu síðar. Víkingar áttu aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju sem var send inn á teig. Arnar Freyr Ólafsson – markvörður HK – kom út í boltann og virtist hafa gripið hann en tókst að missa hann í varamanninn Hansen. Hansen slæmdi fæti í knöttinn sem rataði á endanum til Ágústs Eðvalds sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og staðan orðin 1-1. Þremur mínútum síðar fékk Ívar Örn Jónsson – vinstri bakvörður HK – sitt annað gula spjald og þar með rautt. HK því manni færri það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki. Mörkin urðu ekki fleiri og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Stig á lið niðurstaðan sem gerir lítið sem ekki neitt fyrir bæði Víking og HK. Gestirnir úr Kópavogi hafa nú leikið 15 leiki og eru í 7. sæti með 18 stig. Víkingar eru hins vegar með 15 stig í 9. sæti eftir að hafa leikið 14 leiki. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Því hvorugt lið átti skilið að tapa þessum leik. Færanýting beggja liða var slök og markverðir liðanna áttu frábæran leik þó svo að Arnar Freyr hafi átt að gera betur í aðdraganda jöfnunarmarksins. Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Eðvald Hlynsson bar af í dag. Eina sem vantaði voru mörkin. Vinnsla, sendingar og allt út á velli var í raun frábært. Eina sem vantaði var að koma tuðrunni í netið. Eins og segir hér að ofan þá voru markverðir beggja liða í ham og Bjarni Gunnarsson var frábær upp á topp hjá HK. Hvað mátti betur fara? Koma boltanum á markið. Alltof oft skutu leikmenn himinhátt yfir úr frábærum skotfærum. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli en bæði lið eiga aftur leik á fimmtudaginn, 24. september. HK-ingar gera sér ferð norður á Akureyri þar sem þeir mæta KA. Þá fara Víkingar í heimsókn í Lautina í Árbænum og mæta Fylki. Brynjar Björn: Arnar var að kalla eftir meiri pressu í síðasta leik „Þolanlega. Bæði lið hefðu getað skorað 2-3 mörk áður en við skorum fyrsta markið en í ljósi þess að við skorum fyrsta markið í leiknum þá hefðum viljað verja það. Fáum upp úr því tilvalinn möguleika til að bæta við marki strax í næstu sókn en gerum það ekki. Svo þegar öllu er á botninn hvolft, við missum mann út af og Víkingarnir fengu sín færi líka þá held ég að stig á bæði lið sé sanngjarnt,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson aðspurður hvernig honum liði með stig kvöldsins. Viktor Bjarki Arnarsson [aðstoðarþjálfari HK] og Brynjar Björn Gunnarsson.mynd/hk „Arnar var að kalla eftir meiri pressu í síðasta leik svo við svöruðum því. Ef við hefðum haldið aðeins betur á spilunum í 3-4 skipti hefðum við getað skorað upp úr þeirri pressu, við gerðum það mjög vel. Eitthvað hefur það með mótherjann að gera, við stilltum liðinu þannig upp – við færðum hátt – reyndum að freista þess að vinna boltann og setja mark upp úr því,“ sagði Brynjar um hápressu HK í kvöld. „Ánægður með vinnusemina og hugarfarið hjá okkur – og báðum liðum – í dag. Bæði lið að reyna sækja og vinna leikinn,“ sagði Brynjar um leikinn í heild sinni að lokum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk Arnar var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK. Hann segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. 21. september 2020 23:05
Víkingur og HK mættust í Fossvoginum í Pepsi Max deild karla í kvöld. Heimamenn hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu ÍA 6-2 á heimavelli þann 19. júlí og þurfa að bíða enn lengur eftir 1-1 jafntefli í kvöld. Leikurinn var mjög fjörugur og jafntefli sanngjörn niðurstaða þó svo að leikurinn hafi átt skilið fleiri mörk. Fyrir leik vakti athygli að bæði Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson voru fjarverandi í liði Víkings. Sölvi Geir er meiddur á hné og Halldór Smári er í sóttkví. Þá er Helgi Guðjónsson – framherjinn ungi sem kom frá Fram – enn frá vegna meiðsla. Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon lék því í stöðu miðvarðar hjá heimamönnum. Hjá gestunum voru nafnarnir Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ásgeir Marteinsson á varamannabekknum. HK virtist stilla upp í 4-4-2 en Jón Arnar Barðdal var mest megnis í holunni á bakvið Bjarna Gunnarsson. Gangur leiksins Mikill hraði í upphafi leiks og fengu bæði lið fín færi til þess að komast yfir. Ágúst Eðvald Hlynsson er eflaust vel súr að hafa ekki komið Víkingum yfir en hann átti þrumuskot í slá ásamt því að hann skaut fram hjá úr úrvalsfæri sem hann bjó til alveg upp á eigin spýtur. Ingvar Jónsson hélt sínum mönnum einnig inn í leiknum en hann varði vel af stuttu færi frá Bjarna Gunnars. og Birni Snæ Ingasyni þegar gestirnir náðu að spóla sig í gegnum vörn heimamanna. Góð pressa HK virkaði oftar en ekki vel en Víkingar voru engan veginn að búast við því að gestirnir – sem liggja oftast nær aftarlega á vellinum – myndu pressa jafn stíft og þeir gerðu í kvöld. Allt kom fyrir ekki og staðan markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þá var smá bras á dómurum leiksins en Oddur Helgi Guðmundsson tognaði aftan í læri og því þurfti fjórði dómari, Þórður Már Gylfson að stökkva til og henda sér í hlutverk aðstoðardómara. Hálfleikurinn var svo lengri en eðlilegt þykir þar sem beðið var eftir nýjum fjórða dómara þar sem Oddur Helgi ku hafa tognað illa. Síðari hálfleikur fór heldur hægar af stað en sá fyrri. Hann lifnaði svo heldur betur til lífsins þegar liðið hafði á. Bæði lið höfðu fengið urmul af færum – það var í raun ótrúlegt að staðan væri enn markalaus á þessum tímapunkti – þegar Kwame Quee braut kjánalega af sér á hættulegum stað. Kwame átti þá slæma móttöku og endaði á að hálfpartinn renna utan í Birni Snæ á vinstri væng HK. Aukaspyrna á hættulegum stað sem Birnir tók sjálfur. Spyrnan rataði inn á teig en var skölluð frá. Þaðan fór boltinn aftur á Birni sem keyrði upp að endalínu og gaf fyrir markið. Boltinn rataði beint á Bjarna Gunnarsson sem skoraði með góðum skalla. Staðan orðin 1-0 HK í vil og loksins loksins virtust Kópavogsbúar ætla að sækja þrjú stig úr greipum Víkinga. Adam var þó ekki lengi í paradís. Nikolaj Andreas Hansen kom inn fyrir Víkinga og fór rakleiðis upp á topp með Óttari Magnúsi Karlssyni. Víkingar héldu svo að þeir hefðu jafnað metin á 79. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þeir jöfnuðu hins vegar metin innan við mínútu síðar. Víkingar áttu aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju sem var send inn á teig. Arnar Freyr Ólafsson – markvörður HK – kom út í boltann og virtist hafa gripið hann en tókst að missa hann í varamanninn Hansen. Hansen slæmdi fæti í knöttinn sem rataði á endanum til Ágústs Eðvalds sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og staðan orðin 1-1. Þremur mínútum síðar fékk Ívar Örn Jónsson – vinstri bakvörður HK – sitt annað gula spjald og þar með rautt. HK því manni færri það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki. Mörkin urðu ekki fleiri og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Stig á lið niðurstaðan sem gerir lítið sem ekki neitt fyrir bæði Víking og HK. Gestirnir úr Kópavogi hafa nú leikið 15 leiki og eru í 7. sæti með 18 stig. Víkingar eru hins vegar með 15 stig í 9. sæti eftir að hafa leikið 14 leiki. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Því hvorugt lið átti skilið að tapa þessum leik. Færanýting beggja liða var slök og markverðir liðanna áttu frábæran leik þó svo að Arnar Freyr hafi átt að gera betur í aðdraganda jöfnunarmarksins. Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Eðvald Hlynsson bar af í dag. Eina sem vantaði voru mörkin. Vinnsla, sendingar og allt út á velli var í raun frábært. Eina sem vantaði var að koma tuðrunni í netið. Eins og segir hér að ofan þá voru markverðir beggja liða í ham og Bjarni Gunnarsson var frábær upp á topp hjá HK. Hvað mátti betur fara? Koma boltanum á markið. Alltof oft skutu leikmenn himinhátt yfir úr frábærum skotfærum. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli en bæði lið eiga aftur leik á fimmtudaginn, 24. september. HK-ingar gera sér ferð norður á Akureyri þar sem þeir mæta KA. Þá fara Víkingar í heimsókn í Lautina í Árbænum og mæta Fylki. Brynjar Björn: Arnar var að kalla eftir meiri pressu í síðasta leik „Þolanlega. Bæði lið hefðu getað skorað 2-3 mörk áður en við skorum fyrsta markið en í ljósi þess að við skorum fyrsta markið í leiknum þá hefðum viljað verja það. Fáum upp úr því tilvalinn möguleika til að bæta við marki strax í næstu sókn en gerum það ekki. Svo þegar öllu er á botninn hvolft, við missum mann út af og Víkingarnir fengu sín færi líka þá held ég að stig á bæði lið sé sanngjarnt,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson aðspurður hvernig honum liði með stig kvöldsins. Viktor Bjarki Arnarsson [aðstoðarþjálfari HK] og Brynjar Björn Gunnarsson.mynd/hk „Arnar var að kalla eftir meiri pressu í síðasta leik svo við svöruðum því. Ef við hefðum haldið aðeins betur á spilunum í 3-4 skipti hefðum við getað skorað upp úr þeirri pressu, við gerðum það mjög vel. Eitthvað hefur það með mótherjann að gera, við stilltum liðinu þannig upp – við færðum hátt – reyndum að freista þess að vinna boltann og setja mark upp úr því,“ sagði Brynjar um hápressu HK í kvöld. „Ánægður með vinnusemina og hugarfarið hjá okkur – og báðum liðum – í dag. Bæði lið að reyna sækja og vinna leikinn,“ sagði Brynjar um leikinn í heild sinni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk Arnar var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK. Hann segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. 21. september 2020 23:05
Arnar Gunnlaugs: Klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk Arnar var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK. Hann segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. 21. september 2020 23:05