Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 23:05 Geimfararnir Bob Behnken (t.h.) og Doug Hurley (t.v.) urðu fyrir valinu í jómfrúarferð Dragon-geimferju SpaceX með menn innanborðs. Báðir eru þeir hoknir af reynslu í geimferðum og eru giftir geimförum. AP/Alex Gallardo Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Dragon-geimferja SpaceX á að hafa sig á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 27. maí. Henni verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug sama fyrirtækis og verður stefnan tekin á Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Eftir að geimskutluáætluninni lauk árið 2011 hafa Bandaríkjamenn þurft að reiða sig á Soyuz-geimferjur Rússa til að koma geimförum til og frá geimstöðinni. NASA samdi við SpaceX og Boeing um að smíða geimferjur sem gætu flutt menn. Ferðin í næsta mánuði verður fyrsta mannaða geimferð SpaceX. Um borð verða tveir reyndir geimfarar, þeir Bob Behnken og Doug Hurley. Sá síðarnefndi flaug með síðustu bandarísku geimskutlunni árið 2011. LAUNCH UPDATE: Our first crewed @SpaceX mission with @AstroBehnken and @Astro_Doug is set for liftoff May 27 at 4:32pm ET from @NASAKennedy.@NASA_Astronauts will once again launch on American-made rockets from American soil. Get ready to #LaunchAmerica: https://t.co/kMRxVZ6KgE pic.twitter.com/DZ0HJcwcDB— NASA (@NASA) April 17, 2020 Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner-geimferju sína. Í tilraunaflugi hennar í desember tókst ferjunni ekki að tengjast Alþjóðalegu geimstöðinni. Til stendur að prófa ferjuna aftur án geimfara áður en haldið verður áfram með áform um mannaðar ferðir. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Behnken og Hurley verða um borð í geimstöðinni. Washington Post segir líklegt að dvöl þeirra verði framlengd frá því sem upphaflega var áætlað vegna tafa og vandræða við mannaðar ferðir SpaceX og Boeing. Geimurinn Tækni SpaceX Boeing Bandaríkin Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Dragon-geimferja SpaceX á að hafa sig á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 27. maí. Henni verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug sama fyrirtækis og verður stefnan tekin á Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Eftir að geimskutluáætluninni lauk árið 2011 hafa Bandaríkjamenn þurft að reiða sig á Soyuz-geimferjur Rússa til að koma geimförum til og frá geimstöðinni. NASA samdi við SpaceX og Boeing um að smíða geimferjur sem gætu flutt menn. Ferðin í næsta mánuði verður fyrsta mannaða geimferð SpaceX. Um borð verða tveir reyndir geimfarar, þeir Bob Behnken og Doug Hurley. Sá síðarnefndi flaug með síðustu bandarísku geimskutlunni árið 2011. LAUNCH UPDATE: Our first crewed @SpaceX mission with @AstroBehnken and @Astro_Doug is set for liftoff May 27 at 4:32pm ET from @NASAKennedy.@NASA_Astronauts will once again launch on American-made rockets from American soil. Get ready to #LaunchAmerica: https://t.co/kMRxVZ6KgE pic.twitter.com/DZ0HJcwcDB— NASA (@NASA) April 17, 2020 Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner-geimferju sína. Í tilraunaflugi hennar í desember tókst ferjunni ekki að tengjast Alþjóðalegu geimstöðinni. Til stendur að prófa ferjuna aftur án geimfara áður en haldið verður áfram með áform um mannaðar ferðir. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Behnken og Hurley verða um borð í geimstöðinni. Washington Post segir líklegt að dvöl þeirra verði framlengd frá því sem upphaflega var áætlað vegna tafa og vandræða við mannaðar ferðir SpaceX og Boeing.
Geimurinn Tækni SpaceX Boeing Bandaríkin Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira