Leyfðu glæpamönnum að þvætta háar upphæðir Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2020 07:13 Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar getty Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en FinCen lekinn eins og hann er kallaður, sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða. Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar sem deildi þeim síðan með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, sem meðal annars komu að vinnslunni á Panamaskjölunum á sínum tíma. Nýju skjölin eru tilkynningar frá bönkunum þar sem þeir láta yfirvöld vita af grunsemdum um að fé sé illa fengið. Bankarnir eiga þó ekki að láta staðar numið þar, heldur eiga þeir lögum samkvæmt einnig að stöðva viðskipti með umræddar fjárhæðir. Skjölin sýna hins vegar að oft hafi verið látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð meira í málinu en að láta yfirvöld vita. Fergus Shiel, blaðamaður hjá samtökunum, segir í samtali við BBC að skjölin sýni glöggt hve mikið bankar viti um uppruna svartra peninga sem þeir höndli með. Hann segir að regluverkið sem ætlað er að stöðva peningaþvætti sé ónýtt. Bretland Bandaríkin Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en FinCen lekinn eins og hann er kallaður, sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða. Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar sem deildi þeim síðan með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, sem meðal annars komu að vinnslunni á Panamaskjölunum á sínum tíma. Nýju skjölin eru tilkynningar frá bönkunum þar sem þeir láta yfirvöld vita af grunsemdum um að fé sé illa fengið. Bankarnir eiga þó ekki að láta staðar numið þar, heldur eiga þeir lögum samkvæmt einnig að stöðva viðskipti með umræddar fjárhæðir. Skjölin sýna hins vegar að oft hafi verið látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð meira í málinu en að láta yfirvöld vita. Fergus Shiel, blaðamaður hjá samtökunum, segir í samtali við BBC að skjölin sýni glöggt hve mikið bankar viti um uppruna svartra peninga sem þeir höndli með. Hann segir að regluverkið sem ætlað er að stöðva peningaþvætti sé ónýtt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira