Innlent

Svona var 114. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirufar­aldursins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir

Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00.

Mikil aukning var í greiningu smita síðastliðinn sólarhring þegar 75 greindust með veiruna en fleiri hafa ekki greinst í þessari bylgju faraldursins. Um helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meðalaldur þeirra sem greindust í gær sé töluvert lægri en áður en flestir eru á þrítugsaldri. 

Víðir verður á upplýsingafundinum ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fara þeir yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku og textalýsingu frá fundinum má sjá að neðan. 


Tengdar fréttir

Vill „allt í lás“ næstu vikurnar

Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti.

Meðalaldur smitaðra lægri en áður

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku.

75 greindust með veiruna

75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×