Íslandsmeistararnir fá tvo erlenda leikmenn | Annar stigahæstur í Svíþjóð á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 22:30 Ante og Ty munu koma til með að styrkja lið KR til muna. Samsett/KRKarfa Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í kvöld að Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild karla í vetur. Gospic er 29 ára gamall kraftframherji sem kemur frá Króatíu. Hann er litlir 2.03 metrar á hæð og hefur spilað víðsvegar á ferli sínum. Á síðustu leiktíð lék hann með KK Gorica í efstu deild í Króatíu. Gerði hann 8,1 að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst. Þá hefur hann leikið á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Gospic er mættur til landsins og hefur þegar hafið æfingar með Íslandsmeisturunum. Sabin er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur í stöðu bakvarðar. Hann hefur leikið í Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár. Hann lék með sænska liðinu Wetterbygden Stars á síðustu leiktíð og skoraði 22,2 stig að meðaltali í leik. Sabin er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Þjálfari KR heldur vart vatni yfir nýju leikmönnum liðsins “Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” segir Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, í viðtali við KRKarfa.is “Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra þar sem hann leiddi lið Wetterbygden óvænt til 5. sætis í deildinni. Ty getur skorað hvar sem er á vellinum og búið til körfur upp úr engu. Okkur þótti vanta leikmann sem krefur vörn andstæðinganna um tvöfaldanir eða aðra aðlögun,” sagði Darri einnig. “Ante hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. Hann er þokkalega hreyfanlegur stór maður sem getur skipt út á bakverði og bundið saman varnarleik okkar á hálfum velli. Í samtölum okkar við báða leikmenn kom fram hversu mikilvægt þeim þykir að vera í liði sem ætlar sér árangur. Það skipti okkur miklu máli og fellur vel við þann kúltúr sem hefur ráðið ríkjum í Vesturbænum.” KR mætir Njarðvík þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur er nýtt tímabil í Dominos-deild karla fer stað. Körfubolti Dominos-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í kvöld að Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild karla í vetur. Gospic er 29 ára gamall kraftframherji sem kemur frá Króatíu. Hann er litlir 2.03 metrar á hæð og hefur spilað víðsvegar á ferli sínum. Á síðustu leiktíð lék hann með KK Gorica í efstu deild í Króatíu. Gerði hann 8,1 að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst. Þá hefur hann leikið á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Gospic er mættur til landsins og hefur þegar hafið æfingar með Íslandsmeisturunum. Sabin er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur í stöðu bakvarðar. Hann hefur leikið í Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár. Hann lék með sænska liðinu Wetterbygden Stars á síðustu leiktíð og skoraði 22,2 stig að meðaltali í leik. Sabin er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Þjálfari KR heldur vart vatni yfir nýju leikmönnum liðsins “Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” segir Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, í viðtali við KRKarfa.is “Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra þar sem hann leiddi lið Wetterbygden óvænt til 5. sætis í deildinni. Ty getur skorað hvar sem er á vellinum og búið til körfur upp úr engu. Okkur þótti vanta leikmann sem krefur vörn andstæðinganna um tvöfaldanir eða aðra aðlögun,” sagði Darri einnig. “Ante hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. Hann er þokkalega hreyfanlegur stór maður sem getur skipt út á bakverði og bundið saman varnarleik okkar á hálfum velli. Í samtölum okkar við báða leikmenn kom fram hversu mikilvægt þeim þykir að vera í liði sem ætlar sér árangur. Það skipti okkur miklu máli og fellur vel við þann kúltúr sem hefur ráðið ríkjum í Vesturbænum.” KR mætir Njarðvík þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur er nýtt tímabil í Dominos-deild karla fer stað.
Körfubolti Dominos-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira