VG hefur engin góð áhrif haft á málefni flóttafólks Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2020 08:00 Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun